Hvalaskoðun út frá Reykjavík

Velkomin á Hvalaskodun.is, heimasíðu Sérferða.

Vinsamlegast athugið að frekari upplýsingar á ensku og öðrum tungumálum má finna á: www.specialtours.is.

Sérferðir gera út á hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstöng og hinar ýmsu hvataferðir á sjó út frá Reykjavík. Sérferðir er staðsett við gömlu höfnina í Reykjavík, nánar tiltekið við Ægisgarð. Þar bíður farþega vinaleg móttaka þar sem boðið er upp á kaffi og te og er hún opin frá 8-20 frá maí og út september. Yfir vetrarmánuðina er móttakan opin frá 9-17. Þaðan er daglega haldið á vit ævintýra er leiðsögumaður Sérferða sækir fólkið sem þar bíður og fylgir því um borð í bátana.

Sérferðir eiga þrjá báta. Rósin er flaggskip fyrirtækisins en hún er ein sinnar tegundar á Íslandi. Hún var smíðuð af Trefjum í Hafnarfirði veturinn 2009/2010 og er hraðskreiðasti farþegabátur landsins.  Rósina nota Sérferðir mest í hvalaskoðun en einig í hinar ýmsu hvataferðir á sjó.

Skúlaskeið þekkja margir Íslendingar en Skúli gamli (eins og við köllum hann) var Viðeyjarferja Íslendinga um áratugaskeið. Skúlaskeið hafa Sérferðir notað til lundaskoðunarferða síðan 1996, en hann er hinn fullkomni lundaskoðunarbátur sökum þess hversu litla djúpristu hann hefur. Þar af leiðandi komumst við eins nálægt Lundey og Akurey og kostur er. Einnig er stórt innra rými í Skúlaskeiði og stórir gluggar sem gefa óhindrað útsýni. Skúlaskeið hentar einnig mjög vel til sjóstangveiðiferða og notum við hann líka til þess.

Þriðji bátur Sérferða heitir Haffari og var hann keyptur frá Akureyri vorið 2011. Hann var tekinn í gegn árið 2007 og gerður að farþegabáti sniðnum til sjóstangveiði. Haffari er fallegur, gamall eikarbátur sem var smíðaður á vestfjörðum árið 1976.

Komdu með – leysum landfestar!